Fá verð/tilboð í hillubúnað

60/30 stálhillubúnaðurinn samanstendur af uppistöðum úr stáli en er ekki með milligöflum úr viði eins og Lingo hillubúnaðurinn.

Stálhillubúnaðurinn er fáanlegur bæði tvöfaldur (beggja vegna) og einfaldur við vegg.

Gott úrval gafla og hillna með mismunandi virkni og úr ýmsum efnum og því hægt að búa til hillustæðu eftir þínu höfði. Hægt er að velja hvaða lit sem er á hillustæðuna.

Gaflar – valmöguleikar
Sléttur endagafl úr viði
Rifflaður endagafl úr viði (með raufum til að hengja upphengi í til að stilla safnkosti á)
Sléttur endagafl úr stáli
Endagafl úr stáli með götóttu mynstri
Endagafl úr sandblásnu gleri (e. frosted glass)
Viðarrammi (endagaflar og toppplata)

Hjólabúnaður/stillanlegir fætur
– Hjólabúnað má fá undir frístandandi hillustæðu (ekki veggstæðu) en þá má hún ekki vera hærri en  152 og að hámarki með þremur hólfum föstum saman.
– Stillanlegir fætur fylgja öllum hillustæðum sem ekki eiga að fara á hjól.

STÆRÐIR

Hæðir
92 cm (tvær hillur í hólfi + topphilla)
122 cm (þrjár hillur í hólfi + topphilla)
152 cm (fjórar hillur í hólfi + topphilla)
182 cm (fimm hillur í hólfi + topphilla) 
212 cm (sex hillur í hólfi + topphilla)

 

Breiddir
Hillustæðurnar eru fáanlegar sem upphafs- og tengieiningar.
Mál á upphafseiningu er með tveimur uppistöðum en mál hverrar tengieiningar með einni uppistöðu. Í hverri hillustæðu er ein upphafseining og allar hinar sem tengjast við eru tengieiningar.

Breiddir hillna: 75 / 90 / 100 cm (90 cm er oftast valin)
Breiddir upphafseininga (hillur + tvær uppistöður): 78 cm / 93 cm / 103,5 cm  
Breiddir tengieininga (hillur + ein uppistaða): 75 cm / 90 cm / 100,5 cm 

Hér að neðan er dæmi um fjögurra hólfa hillustæðu með upphafseiningu + þremur tengieiningum. Hillulengd er 90 cm. 
Hillustæðan er því samtals 363 cm að lengd.

Dýptir fyrir einfaldar hillustæður við vegg
Uppistöðurnar eru fáanlegar í fjórum dýptum:
30 cm fyrir 22,5 cm djúpar hillur
32 cm fyrir 25 cm djúpar hillur (oftast valið)
37 cm fyrir 30 cm djúpar hillur
47 cm fyrir 40 cm djúpar hillur

Dýptir fyrir tvöfaldar frístandandi hillustæður (beggja vegna)
Uppistöðurnar eru fáanlegar í fjórum dýptum:
51 cm fyrir 2x 22,5 cm djúpar hillur
56 cm fyrir 2x 25 cm djúpar hillur (oftast valið)
66 cm fyrir 2x 30 cm djúpar hillur
86 cm fyrir 2x 40 cm djúpar hillur

Það skiptir miklu máli að kynna sér vel þann hillubúnað sem velja á fyrir söfnin en ekki einungis að skoða verðmiðann.
Við höfum tekið saman nokkur atriði sem mikilvægt er að hafa í huga við val á hillubúnaði á almenningsrými og útskýrum af hverju þessi atriði skipta máli.
Sjá hér.

Vottanir 
GS TÜV vottun
FSC vottun á öllum við
EU Ecolabel – DK/049/043 vottun á öllu stáli

Prófanir
EU Ecolabel – test criteria
TÜV – tvöföld (beggja vegna) 60/30 hillustæða
TÜV – einföld (við vegg) 60/30 hillustæða

Allt stál er dufthúðað

BURÐARÞOL
– Topphilla úr stáli er 25 kg.
– Stálhilla með bakkanti er 80 kg.

– Bogadregin topphilla út stáli er 25 kg.
– Bogadregin stálhilla með bakkanti er 30 kg.
– Bogadregin stálhilla með bakkanti og styrkingu er 80 kg.

– Útdraganleg flettigryfja úr stáli er 40 kg.

– Hvert venjulegt hjól er 120 kg en hvert falið hjól er 100 kg.

Fá verð/tilboð í hillubúnað