Aðalfundur Þjónustumiðstöðvar bókasafna ses. 2024

Aðalfundur Þjónustumiðstöðvar bókasafna ses. verður haldinn þriðjudaginn 28. maí 2024 kl. 10, í húsnæði Þjónustumiðstöðvar Laugavegi 163.

Dagskrá aðalfundar:

1. Skýrsla stjórnar Þjónustumiðstöðvar bókasafna ses fyrir liðið ár.
2. Ársreikningar liðins starfsárs lagðir fram til samþykktar.
3. Stjórn kynnir fjárhagsáætlun yfirstandandi rekstrarárs.
4. Kosning fulltrúa í fulltrúaráð í stað þeirra sem ganga úr ráðinu.
5. Kosning stjórnar Þjónustumiðstöðvar bókasafna ses.
6. Kosning formanns fulltrúaráðsins.
7. Kosning endurskoðanda eða skoðunarmanns Þjónustumiðstöðvar bókasafna ses.
8. Önnur mál.

Fundurinn er opinn félagsmönnum í Upplýsingu sem áheyrnarfulltrúum. Til að hægt sé að áætla magn veitinga eru gestir vinsamlega beðnir um að senda okkur tölvupóst til að skrá sig á fundinn.