Upplýsingar sem þurfa að koma fram í tilboðsbeiðni fyrir Lingo hillubúnað:
1. Einföld hillustæða við vegg eða tvöföld (beggja vegna) frístandandi út á gólfi
2. Hæð hillustæðu: a) 72 cm / b) 92 cm / c) 122 cm / d) 152 cm / e) 182 cm / f) 212 cm (ef valið er að setja hillustæður á hjól er hámarkshæð 152 cm)
2. Hillulengd (í hverju hólfi): a) 50 cm / b) 75 cm / c) 90 cm / d) 100 cm (athugið að endagaflar og milligaflar bæta við nokkrum sentimetrum við heildarlengd stæðunnar).
3. Hilludýpt: 25 cm / 30 cm / 40 cm
4. Hve mörg hólf samföst? (ef valið er að setja hillustæður á hjól mega hólfin vera í mesta lagi 3 samföst).
5. Efnisval á hillum:
– Stálhillur með akrýlbakkanti og braut fyrir hangandi bókastoð
– Stálhillur með stálbakkanti fyrir bókastoð úr króm
– Viðarhillur án bakkants (þá aðeins hægt að nota lausar bókastoðir)
– Viðarhillur með stálbakkanti fyrir bókastoðir úr króm
6. Útlit á göflum:
a) málaðir gaflar í hvaða lit sem er
b) melamine-húðaðir gaflar í viðarútliti eða hvaða lit sem er
c) spónlagt viðarútlit
7. Styrking: Stálrammi með engu baki eða viðarbak
8. Hjól undir hillistæðuna eða stillanlegir fætur. Athugið að aðeins er hægt að fá hjól undir frístandandi tvöfaldar hillustæður en ekki undir einfaldar veggstæður.
Nokkrir punktar til að hafa í huga:
– Flestir velja hillur sem eru 90 cm á lengd og 25 cm á dýpt
– Ef velja á flettigryfju inn í hillustæðu þurfa hillurnar í stæðunni að vera 30 cm djúpar
– Hagkvæmasti valkosturinn:
– stálhillur (viðarhillur eru dýrari)
– stálrammi með engu baki (viðarbökin eru dýrari)
– melamine-húðaðir gaflar eru ódýrastir, svo málaðir og spónlagt viðarútlit er dýrast
– stillanlegir fætur eru hagkvæmari en hjólabúnaður
Nánari upplýsingar um Lingo hillubúnað og valkosti má lesa hér
Upplýsingar sem þurfa að koma fram í tilboðsbeiðni fyrir Inform bogadregna hillubúnaðinn:
1. Hæð hillustæðu:
a) á stillanlegum fótum: 109,6 cm / 151,2 cm / 176,8 cm
b) á hjólum: 121,9 cm / 163,5 cm
2. Hversu margar einingar fastar saman? stök eða í mesta lagi þrjár samfastar.
3. Útlit á göflum og hillum: melamine-húðað / spónlagt viðarútlit
4. Litamöguleikar á baki: crystal clear / frost white / arctic blue / paprika red
Nánari upplýsingar um bogadreginn hillubúnað og valkosti má lesa hér
Annar bókasafnsbúnaður
Ertu að leita að einhverju sérstöku en finnur það ekki á vefnum okkar. Endilega sendu okkur línu með nákvæmum upplýsingum og við könnum það fyrir þig.