

Upplýsingar sem þurfa að koma fram í tilboðsbeiðni fyrir Lingo hillubúnað:
1. Einföld hillustæða við vegg eða tvöföld (beggja vegna) frístandandi út á gólfi
2. Hæð hillustæðu: a) 72 cm / b) 92 cm / c) 122 cm / d) 152 cm / e) 182 cm / f) 212 cm (ef valið er að setja hillustæður á hjól er hámarkshæð 152 cm)
2. Hillulengd (í hverju hólfi): a) 50 cm / b) 75 cm / c) 90 cm / d) 100 cm (athugið að endagaflar og milligaflar bæta við nokkrum sentimetrum við heildarlengd stæðunnar).
3. Hilludýpt: 25 cm / 30 cm / 40 cm
4. Hve mörg hólf samföst? (ef valið er að setja hillustæður á hjól mega hólfin vera í mesta lagi 3 samföst).
5. Efnisval á hillum:
– Stálhillur með akrýlbakkanti og braut fyrir hangandi bókastoð
– Stálhillur með stálbakkanti fyrir bókastoð úr króm
– Viðarhillur án bakkants (þá aðeins hægt að nota lausar bókastoðir)
– Viðarhillur með stálbakkanti fyrir bókastoðir úr króm
6. Útlit á göflum:
a) málaðir gaflar í hvaða lit sem er
b) melamine-húðaðir gaflar í viðarútliti eða hvaða lit sem er
c) spónlagt viðarútlit
7. Styrking: Stálrammi með engu baki eða viðarbak
8. Hjól undir hillistæðuna eða stillanlegir fætur
Nokkrir punktar til að hafa í huga:
– Flestir velja hillur sem eru 90 cm á lengd og 25 cm á dýpt
– Ef velja á flettigryfju inn í hillustæðu þurfa hillurnar í stæðunni að vera 30 cm djúpar
– Hagkvæmasti valkosturinn:
– stálhillur (viðarhillur eru dýrari)
– stálrammi með engu baki (viðarbökin eru dýrari)
– melamine-húðaðir gaflar eru ódýrastir, svo málaðir og spónlagt viðarútlit er dýrast
– stillanlegir fætur eru hagkvæmari en hjólabúnaður
Nánari upplýsingar um Lingo hillubúnað og valkosti má lesa hér

Upplýsingar sem þurfa að koma fram í tilboðsbeiðni fyrir Inform bogadregna hillubúnaðinn:
1. Hæð hillustæðu:
a) á stillanlegum fótum: 109,6 cm / 151,2 cm / 176,8 cm
b) á hjólum: 121,9 cm / 163,5 cm
2. Hversu margar einingar fastar saman? stök eða í mesta lagi þrjár samfastar.
3. Útlit á göflum og hillum: melamine-húðað / spónlagt viðarútlit
4. Litamöguleikar á baki: crystal clear / frost white / arctic blue / paprika red
Nánari upplýsingar um bogadreginn hillubúnað og valkosti má lesa hér

Annar bókasafnsbúnaður
Ertu að leita að einhverju sérstöku en finnur það ekki á vefnum okkar. Endilega sendu okkur línu með nákvæmum upplýsingum og við könnum það fyrir þig.