Hvað þarf að hafa í huga við val á hillubúnaði?
Hvað þarf að hafa í huga við val á hillubúnaði?


Þegar valinn er hillubúnaður á safn þarf að hafa ýmislegt í huga. Við höfum tekið saman helstu atriði sem skoða þarf við val á slíkum búnaði.

1. Alltaf best ef búnaðurinn er sérstaklega hannaður fyrir bókasöfn með allar þær þarfir og kröfur sem þarf til.

2. Safnkostur er mjög þungur og því þarf að skoða burðarþol hillubúnaðarins vel. Eitt það versta sem getur gerst ef valinn er búnaður með lítið burðarþol er að hillurnar byrja að svigna undan gífurlegum þunga bókanna. Við mælum með að kanna burðarþol þess búnaðar sem verið er að skoða. Búnaðurinn okkar er með mjög gott burðarþol sem sjá má hér og því er tilvalið að bera saman burðarþol okkar búnaðar við burðarþol þess búnaðar sem verið er að skoða. Þetta þarf að skoða sérstaklega vel ef valið er að setja búnaðinn á hjól og þá þarf að kanna sérstaklega burðarþol hjólanna.

3. Hillubúnaður til notkunar á svæðum fyrir almenning þarf að vera á öðrum gæðastaðli en búnaður sem er notaður á heimilum. Hann þarf að vera afar sterkbyggður og þola mikla notkun. Mikilvægt er að skoða allar vottanir fyrir búnaðinum. Til að meta gæði hillubúnaðarins mælum við með að skoða sérstaklega:
a) gæðavottun
b) umhverfisvottun (t.d. FSC)
c) vottorð um öryggisprófanir

4. Mikilvægt er að horfa til þess að sá búnaður sem valinn er sé í stöðugri þróun og að vel sé fylgst með þörfum bókasafna fyrir búnað á hverjum tíma. Þá þarf að skoða fjölbreytni í viðbótum eins og til dæmis hallandi botnhillur, bókastoðir í brautir á hillum, skáhillur, flettigryfjur, tímaritahillur, ljósabúnaður, rifflaðir endagaflar fyrir upphengi og svo framvegis.

5. Einnig er mikilvægt að búnaðurinn hafi ákveðinn sveigjanleika eins og að hægt sé að fjölga eða fækka hólfum/fögum hverrar hillustæðu eftir því sem þarfirnar á safninu breytast.

6. Reynsla af búnaðinum. Best er að meta endingu og gæði ef búnaðurinn hefur staðið í fjölda ára á söfnum. Spyrjist fyrir um hvernig hann hefur verið að reynast hjá þeim sem hafa notað hann lengi og fáið að skoða hann.

7. Endilega kannið jafnframt að hægt sé að ganga að þjónustu þess sem selur búnaðinn og ekki síst að varahlutaþjónusta sé til staðar.

Það er mjög mikilvægt að skoða allt af ofantöldu þegar valinn er bókasafnsbúnaður en ekki falla í þá gryfju að horfa bara á verðmiðann. Það spilar svo margt inn í þegar kemur að endingu og gæðum búnaðarins sem bæði sparar pening og er umhverfisvænt til lengri tíma.