Landsfundur Upplýsingar 2023

Ráðstefna á vegum Upplýsingar – félags fagfólks á sviði bókasafns- og upplýsingafræða var haldin í Hafnarfirði dagana 21. – 22. september 2023 síðastliðinn.

Landsfundurinn var vel sóttur og dagskráin þétt og fjölbreytt. Yfirskrift Landsfundarins að þessu sinni var „Get ég aðstoðað? – Þjónusta og uppbygging bókasafna í nútímasamfélagi“.

Lykilfyrirlesarar voru Jan Holmquist og Kenneth Korstad Langås en auk þeirra voru fluttir áhugaverðir og fræðandi fyrirlestrar sem gáfu ráðstefnugestum gott veganesti til áframhaldandi starfa á sviði bókasafns- og upplýsingafræða.

Auk þess að fá innblástur frá frábærum erindum fyrirlesarana er þetta alltaf kærkomið tækifæri fyrir fólk í þessum geira til að hittast og ræða saman sem er ávallt mikilvægur hluti Landsfundar.

Framkvæmd fundarins í ár var í höndum Bókasafns Hafnarfjarðar og Bókasafns Garðabæjar og óskum við þeim kærlega til hamingju með vel heppnaðan Landsfund!