Fá verð/tilboð í hillubúnað

Lingo bókasafnsbúnaðurinn er í hæsta gæðaflokki og er hannaður til notkunar á svæðum fyrir almenning. Búnaðurinn er TÜV gæðavottaður og prófaður sem tryggir gæði og öryggi. Hann er í stöðugri þróun þannig að vel er fylgst með þörfum bókasafna fyrir búnað á hverjum tíma.

Bókasafnsbúnaðurinn er sérstaklega hannaður fyrir bókasöfn og því er burðarþol mikið enda safnkostur þungur. 

Burðarþol
– Burðargeta fyrir hvert hólf í einfaldri Lingo hillustæðu (við vegg) er 480 kg
– Burðargeta fyrir hvert hólf í tvöfaldri Lingo hillustæðu (beggja vegna) er 960 kg
– Burðargeta fyrir hvert hólf í tvöfaldri Lingo hillustæðu (beggja vegna) með hjólarömmum og hjólum er 400 kg
– Burðargeta fyrir hvert hjól er 100 kg
– Burðargeta stálhillu með H: 47 mm stálbakkanti er 80 kg
– Burðargeta
viðarhillu með H: 47 mm stálbakkanti er 60 kg
– Burðargeta stáltopphillu er 80 kg
– Burðargeta viðartopphillu er 25 kg

Búnaðurinn er samsettur úr enda- og milligöflum úr viði sem tengdir eru saman með stálrömmum eða viðarbaki. Allt stál er dufthúðað.

Viðurinn sem notaður er í framleiðsluna er úr sjálfbæru skóglendi og FSC vottaður.

Búnaðurinn er sveigjanlegur og hægt að gera breytingar á honum með tilfærslum innan búnaðarins eða með því að kaupa viðbætur.

Dæmi um viðbætur: hillur, skáhillur, hallandi botnhillur, flettigryfjur, tímaritahólf, hljóðbókahillur, fjölbreytt skilrúm, merkingar, bókastoðir sérstaklega hannaðar fyrir búnaðinn, sökkulplötur og fleira.

Gaflar
– Endagaflar eru fáanlegir sléttir eða rifflaðir. Á rifflaða endagafla má hengja upp upphengi úr akrýl til að stilla safnkosti upp.
– Hægt að fá einfalda hillustæðu upp við vegg og tvöfalda (beggja vegna) á gólfi.

Hjólabúnaður/stillanlegir fætur
– Hjólabúnað má fá undir frístandandi hillustæðu (ekki veggstæðu) en þá má hún ekki vera hærri en  152 og að hámarki með þremur hólfum föstum saman.
– Stillanlegir fætur fylgja öllum hillustæðum sem ekki eiga að fara á hjól.

Hillur
– Lengd milli frambrún hillu og frambrún gafls er 7 mm.
– Hillurnar eru allar færanlegar (ofar/neðar) á 2,5 cm bilum (2,5 cm bil á milli gata á milligafli).

STÆRÐIR

Hæðir
72 cm (ein hilla í hólfi + topphilla)
92 cm (tvær hillur í hólfi + topphilla)
122 cm (þrjár hillur í hólfi + topphilla)
152 cm (fjórar hillur í hólfi + topphilla)
182 cm (fimm hillur í hólfi + topphilla) 
212 cm (sex hillur í hólfi + topphilla)

Breiddir
Hillustæðurnar eru fáanlegar sem upphafs- og tengieiningar.
Mál á upphafseiningu er með tveimur endagöflum en mál hverrar tengieiningar með einum milligafli. Í hverri hillustæðu er ein upphafseining og allar hinar sem tengjast við eru tengieiningar.

Breiddir hillna: 50 / 75 / 90 / 100 cm (90 cm er oftast valin)
Breiddir upphafseininga (hillur + tveir endagaflar): 55,1 / 80,1 / 95,1 / 105,6 cm 
Breiddir tengieininga (hillur + einn milligafl): 52,6 / 77,6 / 92,6 / 103,1 cm 

Hér að neðan er dæmi um fjögurra hólfa hillustæðu með upphafseiningu + þremur tengieiningum. Hillulengd er 90 cm. 
Hillustæðan er því samtals 372,9 cm að lengd.

Dýptir
Hilludýpt: 25 cm (oftast valin)
Gafldýpt á einfaldri hillustæðu (við vegg): 28,85 cm
Gafldýpt á tvöfaldri hillustæðu (beggja vegna): 2 x 25 cm hillur = 55,1 cm

Hilludýpt: 30 cm 
Gafldýpt á einfaldri hillustæðu (við vegg): 33,85 cm
Gafldýpt á tvöfaldri hillustæðu (beggja vegna): 2 x 30 cm hillur = 65,1 cm

Hilludýpt: 40 cm
Gafldýpt á einfaldri hillustæðu (við vegg): 43,85 cm
Gafldýpt á tvöfaldri hillustæðu (beggja vegna): 2 x 40 cm hillur = 85,1 cm

Það skiptir miklu máli að kynna sér vel þann hillubúnað sem velja á fyrir söfnin en ekki einungis að skoða verðmiðann.
Við höfum tekið saman nokkur atriði sem mikilvægt er að hafa í huga við val á hillubúnaði á almenningsrými og útskýrum af hverju þessi atriði skipta máli.
Sjá hér.

Fá verð/tilboð í hillubúnað