Nýr og endurbættur vefur Þjónustumiðstöðvar bókasafna er kominn í loftið!
Vefurinn var unninn út frá þarfagreiningu og notendakönnunum til að nýi vefurinn gæti þjónað notendum sem allra best.
Nú er hægt að setja vörur í körfu og senda okkur, útbúa óskalista, sjá birgðarstöðu og fá betri upplýsingar um hillubúnaðinn. Einnig geta þeir sem skrá sig inn skoðað eldri pantanir.
Enn má panta á gamla mátann með því að senda tölvupóst eða hringja fyrir þau sem finnst það betra.
Endilega hafið samband ef það er eitthvað sem þið rekist á sem mætti lagfæra. Vefurinn verður lifandi og við munum stöðugt halda áfram að bæta hann til að koma sem best til móts við þarfir þeirra sem nota hann.