Ordrup tímaritaskápur
Hönnun og notagildi haldast hér í hendur í fallegum útstillingarskáp fyrir tímarit með geymsluhólfum.
Gestir geta fundið tímaritin sem þeir leita að á fljótlegan hátt og uppgötvað ný. Þessir skápar eru að verða æ vinsælli ekki bara hjá söfnum heldur einnig almenningsrýmum þar sem þörf er á uppstillingu tímarita á notendavænan hátt.
Glæra akrýlframhliðin gerir fólki kleift að skoða allar framhliðar tímaritanna og það fær á sama tíma innblástur að lesefni. Inni í hverju hólfi má svo finna nýjustu blöð hvers tímarits fyrir sig. Hólfin geta einnig geymt A4 lóðrétt tímaritabox.
Kosturinn við Ordrup tímaritaskápinn er að hann getur sómað sér vel sem hluti af hillubúnaði (t.d. Lingo) eða staðið einn og sér sem fallegur sýningargripur safnsins. Ordrup hentar mjög vel til að skipta upp rými til að byggja upp rétta andrúmsloftið.
Hann er fáanlegur einfaldur eða tvöfaldur (beggja vegna).
Ordrup má fá í hvaða NCS eða RAL lit sem er en einnig er hægt að fá hann spónlagðan í birki, beyki, eik eða hlyn. Hægt er að fá skápinn á hjólum eða á stillanlegum fótum.
VALKOSTIR:
Undirstaða:
Stillanlegir fætur / hjólabúnaður (hjólabúnaður kostar meira)
Hæðir: 152 cm (3 hólf) / 182 cm (4 hólf) / 212 cm (5 hólf)
Stillanlegir fætur hækka ekki skápinn en hjólabúnaður hækkar hann aðeins.
Dýptir: 36 cm (einfaldur) / 69 cm (tvöfaldur, beggja vegna)
Breiddir: 34,6 cm (upphafseining) / 32,4 cm (tengieining)
Upphafseining er með tvo gafla en tengieining einn. Hér að neðan er dæmi um fimm eininga Ordrup tímaritaskáp með upphafseiningu + fjórum tengieiningum. Skápurinn er því samtals 164,2 cm að lengd.
Útlit/gerð:
Málaður: í hvaða RAL/NCS lit sem er (kostar minna en spónlagður)
Spónlagður: birki, beyki, eik eða hlynur (kostar meira en málaður)
Sendu okkur í tölvupósti upplýsingar um hvernig Ordrup þér líst á og við reiknum verðið fyrir þig.
Upplýsingar sem þarf að senda með:
1. Spónlagður eða málaður?
2. Hjól eða fætur?
3. Einfaldur eða tvöfaldur (beggja vegna)?
4. Stærð: Hæð / Breidd / Dýpt? (nóg að senda um það bil stærð og við finnum þá stærð sem er næst því sem beðið er um)
thjonusta(hjá)thmb.is