Áskrift að bókaplasti og smávöru

Nú er hægt að fá bókaplast og aðrar vörur í áskrift. Hægt er að velja um að fá vörurnar á 3, 6, 9 eða 12 mánaða millibili í áskrift.

Þetta er sérstaklega hentugt fyrir þá sem panta það sama með reglulegu millibili.

Sendið okkur upplýsingar um þær vörur sem óskað er eftir í áskrift; vöruheiti, stærðir og fjölda og við setjum áskriftina í gang. Látið okkur einnig vita hvort þið viljið sækja vörurnar eða fá þær sendar með Póstinum.

Ef þess er óskað gerum við tillögu að áskriftarpakka. Tillagan er þá unnin út frá fyrri pöntunum.

Þremur virkum dögum áður en áskriftarpakkinn er sóttur eða sendur af stað með Póstinum fáið þið tölvupóst þar sem ykkur er boðið að breyta pöntuninni eða bæta við.

Engin binding og því hægt er að breyta áskriftinni eða segja henni upp hvenær sem er.