Bio Pello bókaplastið er framleitt úr etanóli sem er unnið úr sykurreyr-plöntum og er því gert úr náttúrulegum efnum úr jurtaríkinu.
Plastið er framleitt úr etanóli sem unnið er úr sykurreyr-plöntum. Það er því unnið úr náttúrulegum efnum úr jurtaríkinu.
Framleiðsla plastsins er með neikvætt kolefnisspor. Sykurreyrinn bindur í sig koltvíoxíð úr andrúmsloftinu á vaxtarstigi. Syrkurreyrinn er mulinn til að framleiða bæði reyrsykur og etanól. Etanólið er meðal annars notað til að framleiða umhverfisvæna Pelloplastið. Kvoðan sem verður eftir úr sykurreyrnum er notuð til framleiðslu á gufu sem sér myllum fyrir hita og rafmagni. Það rafmagn sem verður afgangs er svo selt til nærliggjandi rafmagnskerfa.
Límið sem er notað við framleiðsluna er vatns- og akrýlblandað án leysiefna.
Öll framleiðslan fer fram í Pello í Finnlandi og allt hráefni kemur frá Finnlandi og Evrópu (EU). Pello vinnur stöðugt að betri og umhverfisvænni lausnum fyrir bókaplast.
Bækur og gögn er best að plasta meðan þau eru ný og tryggja þannig endingu þeirra, auðvelda þrif og spara tafsamar viðgerðir.
Geymsluþol plastsins á köldum stað er mikið og því óhætt að eiga allar breiddir og nýta þannig plastið á sem hagkvæmastan máta.