Filmolux er 70 micron (PVC) bókaplast sem er mjúkt, tært og glansandi. Það hefur mjög sterka viðloðun og er því tilvalið fyrir yfirborð sem hrindir frá sér líkt og bókakápur úr taui, striga, háglans eða með hrjúfu yfirborði. Vegna þess að plastið er ætlað á erfið yfirborð festist það fljótt við. Það eru línur á bakhlið pappírs til að auðvelda að sníða hæfilegar stærðir.
Bækur og gögn er best að plasta meðan þau eru ný og tryggja þannig endingu þeirra, auðvelda þrif og spara tafsamar viðgerðir.
Geymsluþol plastsins á köldum stað er mikið og því óhætt að eiga allar breiddir og nýta þannig plastið á sem hagkvæmastan máta.