Bókaplast sem límist hægt þannig að auðvelt er að losa það upp og lagfæra hugsanlegar misfellur.
Pappírinn á bakinu er nú blár (var áður rauður) og verður þannig framvegis.
Bækur og gögn er best að plasta meðan þau eru ný og tryggja þannig endingu þeirra, auðvelda þrif og spara tafsamar viðgerðir.
Geymsluþol plastsins á köldum stað er mikið og því óhætt að eiga allar breiddir og nýta þannig plastið á sem hagkvæmastan máta.