
Hvaða bókaplast
Við bjóðum upp á gott úrval af bókaplasti og getur því verið erfitt að velja á milli. Við höfum því tekið saman upplýsingar um eiginleika þeirra til að hjálpa þér að velja besta bókaplastið fyrir þig.
Kaupa bókaplastÖll bókaplöstin
Sameignlegt með öllum bókaplöstunum okkar
- 25 m að lengd og koma í mismörgum breiddum eftir gerðum
- línur á baki til að auðvelda að sníða til og klippa/skera
- hægt að leiðrétta meðan plastað er með því að lyfta plastinu örlítið upp, í allt að 2-4 tíma þar sem plastið festist síðar – þetta á þó ekki við um Filmolux fyrir erfið yfirborð sem hefur minni sveigjanleika
- öll bókaplöstin eru rúlluð upp á rúlluna „öfugt“ – hægt að klippa/skera bútinn sem nota á og rúlla svo í öfuga átt til að jafna bókaplastið út
- bókaplöstin geymast vel á dimmum og köldum stað og því óhætt að eiga rúllur í nokkrum stærðum svo plastið nýtist sem best
- það má alltaf óska eftir að fá fríar prufur af ákveðnum gerðum bókaplasts sendar með pöntunum
Mismunandi eiginleikar
Hvað einkennir bókaplöstin?

Neschen 900 (þykkt: 90 micron)
vinsælasta og söluhæsta bókaplastið
- þétt/stíft í sér
- mjó rönd á baki til að losa fyrst svo auðvelt sé að losa bakið af

Vistafoil (þykkt: 100 micron)
Gamla góða
- tvískipt bak – sumum finnst það betra til að auðvelda að taka bakið af en öðrum finnst það hamlandi að þurfa að taka bakið af í tvennu lagi við ásetningu

Filmolux (þykkt: 70 micron)
fyrir erfið yfirborð og verðmætar bækur
- extra gott – tært með sterku lími
- oft nefnt lúxusplastið og er gjarnan notað á verðmætari bækur og bækur með erfið yfirborð eins og tau, striga og háglans
- hægt að lyfta upp plastinu til að leiðrétta misfellur rétt á meðan plastað er

Neschen soft (þykkt: 70 micron)
með áferð/fyrir byrjendur
- með áferð sem auðveldar að plasta bólufrítt jafnvel fyrir óvana
- hentar vel fyrir rennislétt yfirborð ; bæklinga, tímarit, bækur með lausum kápum og myndasögur

Neschen soft organic (þykkt: 90 micron)
umhverfisvænt - með áferð/fyrir byrjendur
- með áferð sem auðveldar að plasta bólufrítt jafnvel fyrir óvana
- hentar vel fyrir rennislétt yfirborð ; bæklinga, tímarit, bækur með lausum kápum og myndasögur
- samkvæmt okkar reynslu helst þetta best á veggjum af þeim bókaplöstum sem við bjóðum upp á

Neschen libre organic (þykkt: 90 micron)
umhverfisvænt - tært
- mjúkt og örlítið teygjanlegt, passið að toga/teygja það ekki mikið við ásetningu
- tært og gegnsætt