gagnlegar upplýsingar

Hvaða bókaplast
á ég að velja?

Við bjóðum upp á gott úrval af bókaplasti og getur því verið erfitt að velja á milli. Við höfum því tekið saman upplýsingar um eiginleika þeirra til að hjálpa þér að velja besta bókaplastið fyrir þig.

Kaupa bókaplast
Öll bókaplöstin

Sameignlegt með öllum bókaplöstunum okkar

 

  • 25 m að lengd og koma í mismörgum breiddum eftir gerðum
  • línur á baki til að auðvelda að sníða til og klippa/skera
  • hægt að leiðrétta meðan plastað er með því að lyfta plastinu örlítið upp, í allt að 2-4 tíma þar sem plastið festist síðar – þetta á þó ekki við um Filmolux fyrir erfið yfirborð sem hefur minni sveigjanleika
  • öll bókaplöstin eru rúlluð upp á rúlluna „öfugt“ – hægt að klippa/skera bútinn sem nota á og rúlla svo í öfuga átt til að jafna bókaplastið út
  • bókaplöstin geymast vel á dimmum og köldum stað og því óhætt að eiga rúllur í nokkrum stærðum svo plastið nýtist sem best
  • það má alltaf óska eftir að fá fríar prufur af ákveðnum gerðum bókaplasts sendar með pöntunum  
Mismunandi eiginleikar

Hvað einkennir bókaplöstin?