Fá verð/tilboð í hillubúnað

Lingo bókahillur eru
– í hæsta gæðaflokki
– hannaðar til notkunar á svæðum fyrir almenning
– TÜV gæðavottaðar og prófaðar sem tryggir gæði og öryggi
– í stöðugri þróun þannig að vel er fylgst með þörfum bókasafna fyrir búnað á hverjum tíma
– Viðurinn sem notaður er í framleiðsluna er úr sjálfbæru skóglendi og FSC vottaður
– alls kyns viðbætur fáanlegar til að koma fyrir misjöfnum gerðum safnkosts og möguleiki á að lengja og stytta hillustæður hvenær sem er

Þegar bókasafnsbúnaður er keyptur hjá Þjónustumiðstöð bókasafna er alltaf hægt að leita til okkar með þjónustu, meðal annars varahlutaþjónustu. Bókasafnsbúnaðurinn er sérstaklega hannaður fyrir bókasöfn og því er burðarþol mikið enda bækur og annar safnkostur þungur. 

Burðarþol
– Burðargeta fyrir hvert hólf í einfaldri Lingo hillustæðu (við vegg) er 480 kg
– Burðargeta fyrir hvert hólf í tvöfaldri Lingo hillustæðu (beggja vegna) er 960 kg
– Burðargeta fyrir hvert hólf í tvöfaldri Lingo hillustæðu (beggja vegna) með hjólarömmum og hjólum er 400 kg
– Burðargeta fyrir hvert hjól er 100 kg
– Burðargeta stálhillu með H: 47 mm stálbakkanti er 80 kg
– Burðargeta
viðarhillu með H: 47 mm stálbakkanti er 60 kg
– Burðargeta stáltopphillu er 80 kg
– Burðargeta viðartopphillu er 25 kg

Búnaðurinn er samsettur úr enda- og milligöflum úr viði sem tengdir eru saman með stálrömmum eða viðarbaki. Allt stál er dufthúðað. Hann er mjög sveigjanlegur og hægt að gera breytingar á honum með tilfærslum innan búnaðarins eða með því að kaupa viðbætur. Stór kostur við hillubúnaðinn er að hægt að að lengja og stytta hillustæður eftir því sem þarfirnar á safninu breytast án þess að þurfa að kaupa nýjar samsettar hillustæður frá grunni. Til að lengja hillustæður er hægt að taka endagafl af og setja nýjan milligafl, hillur og ramma og setja svo endagaflinn á endann. Eins má stytta hillustæðuna með því að taka milligafl, ramma og hillur í burtu og setja endagaflinn á endann.

Gaflar
Á tvöfaldar hillustæður eru eftirfarandi endagaflar fáanlegir:

Sléttir endagaflar
Rifflaðir endagaflar
 Í raufarnar má hengja upphengi úr akrýl til að stilla safnkosti upp. Hillustæða í hæð 152 cm er með tvær raufar og hillustæða í hæð 182 cm er með þrjár raufar.
Aðeins er hægt að fá rifflaða gafla málaða og spónlagða en ekki melamín-húðaða.

Hillugaflar með skáhillum til að stilla upp safnkosti

 

Hjólabúnaður/stillanlegir fætur
– Hjólabúnað má fá undir frístandandi hillustæðu (ekki veggstæðu) en þá má hún ekki vera hærri en  152 og að hámarki með þremur hólfum föstum saman.
– Stillanlegir fætur fylgja öllum hillustæðum sem ekki eiga að fara á hjól.

– Hvorki hjólabúnaður né stillanlegir fætur hækka hillustæðu

Hillur
– Lengd milli frambrún hillu og frambrún gafls er 7 mm.
– Hillurnar eru allar færanlegar (ofar/neðar) á 2,5 cm bilum (2,5 cm bil á milli gata á milligafli).

STÆRÐIR

Hæðir
72 cm (ein hilla í hólfi + topphilla)
92 cm (tvær hillur í hólfi + topphilla)
122 cm (þrjár hillur í hólfi + topphilla)
152 cm (fjórar hillur í hólfi + topphilla)
182 cm (fimm hillur í hólfi + topphilla) 
212 cm (sex hillur í hólfi + topphilla)

Breiddir
Hillustæðurnar eru fáanlegar sem upphafs- og tengieiningar.

Mál á upphafseiningu er með tveimur endagöflum en mál hverrar tengieiningar með einum milligafli. Í hverri hillustæðu er ein upphafseining og allar hinar sem tengjast við eru tengieiningar.

Breiddir hillna: 50 / 75 / 90 / 100 cm (90 cm er oftast valin)
Breiddir upphafseininga (hillur + tveir endagaflar): 55,1 / 80,1 / 95,1 / 105,6 cm 
Breiddir tengieininga (hillur + einn milligafl): 52,6 / 77,6 / 92,6 / 103,1 cm 

Hér að neðan er dæmi um fjögurra hólfa hillustæðu með upphafseiningu + þremur tengieiningum. Hillulengd er 90 cm. 
Hillustæðan er því samtals 372,9 cm að lengd.

Dýptir
Hilludýpt: 25 cm (oftast valin)
Flestar bækur rúmast í þessari dýpt en vissulega ekki allar. 
Gafldýpt á einfaldri hillustæðu (við vegg): 28,85 cm
Gafldýpt á tvöfaldri hillustæðu (beggja vegna): 2 x 25 cm hillur = 55,1 cm

Hilludýpt: 30 cm 
Gafldýpt á einfaldri hillustæðu (við vegg): 33,85 cm
Gafldýpt á tvöfaldri hillustæðu (beggja vegna): 2 x 30 cm hillur = 65,1 cm

Hilludýpt: 40 cm
Gafldýpt á einfaldri hillustæðu (við vegg): 43,85 cm
Gafldýpt á tvöfaldri hillustæðu (beggja vegna): 2 x 40 cm hillur = 85,1 cm

Það er alltaf hægt að velja eina hillustæðu með dýpri hillur og hinar með grynnri. Við mælum þó alltaf með því að hafa flestar hillustæðurnar í sömu dýpt svo hægt sé að samnýta hillur milli eininga ef ákveðið er að stytta eða lengja einingarnar síðar meir. Einnig er hægt að fá flettigryfju í stæðuna fyrir stærri bækur eða kaupa bókakassa.
 
Litir/áferðir
Hægt er að velja milli margra
lita/áferða á hillustæðurnar og skapa þannig rétta stemmningu í rýminu. Valinn er litur/áferð fyrir annars vegar viðarhluta og hins vegar stálhluta. Oftast eru gaflarnir viðarhlutinn og hillur + topphilla stálhlutinn.
Litir/áferðir

Viðbætur
Dæmi um
viðbætur: hjólabúnaður, hillur, skáhillur, hallandi botnhillur, flettigryfjur, tímaritahólf, hljóðbókahillur, fjölbreytt skilrúm, merkingar, bókastoðir sérstaklega hannaðar fyrir búnaðinn, sökkulplötur og fleira.

Það kostar ekkert að fá tilboð en til að fá verð/tilboð í hillubúnað þurfum við ákveðnar upplýsingar um stærðir, magn og fleira.

Það skiptir miklu máli að kynna sér vel þann hillubúnað sem velja á fyrir söfnin en ekki einungis að skoða verðmiðann.

Við höfum tekið saman nokkur atriði sem mikilvægt er að hafa í huga við val á hillubúnaði á almenningsrými og útskýrum af hverju þessi atriði skipta máli.

 

hillubúnaður – húsgögn – hirslur 

Fá verð/tilboð í hillubúnað