Filmoplast P f/pappírsviðgerðir (23 micron)

2.900 kr. m/vsk

  • viðgerðarefni (akrýl-límband) fyrir pappír
  • notast til að gera við rifnar blaðsíður og til að festa lausar
  • örþunnt (23 micron)
  • gegnsætt með grisjuáferð
  • viðgerð sést lítið sem ekkert
  • við skönnun eða ljósritun sést límbandið ekki
  • sýrufrítt
  • endingargott
  • sveigjanlegt
  • gulnar ekki
  • hægt að líma beint, silíkon bakhlið tekin af
  • pH 8,2
  • Inniheldur ekki BPA eða APEO
  • gott að nota bókabein við ásetningu

Athugið að það getur verið erfitt að ná límbandinu af bakinu. Góð leið til að ná því frá bakinu er að nota dúkahníf eða annað beitt og skrapa rifu á endanum. Sjá video í myndasafni – smellið á hnappinn með þríhyrningnum til að sjá það.

Eftir að bakið hefur verið losað frá í fyrsta skiptið er mikilvægt að hafa bakið alltaf lengra en límbandið eða bretta upp á límbandið svo auðvelt sé að ná því af bakinu framvegis. Einnig er gott að nota kassann til að aðskilja bakið með því að setja það í raufina ofan á kassanum.

 

11 á lager

SKU: 155 Flokkur: