Þegar verið er að ákveða hvers konar hillustæður á að kaupa í almenningsrými er gott að hafa í huga hver munurinn er á sérsmíðuðum hillum og stöðluðum hillustæðum líkt og við bjóðum upp á. Þegar bera á saman verð er mikilvægt að hafa í huga hversu takmarkandi sérsmíðaðar hillur geta verið og bjóða oft ekki upp á mikinn sveigjanleika. Hillustæðurnar sem við bjóðum upp á eru sérstaklega hannaðar fyrir söfn með þeirra þarfir í huga og lögð er mikil áhersla á sveigjanleika. Í raun má líta á hillustæðurnar sem nokkurs konar legó kubba sem er hægt að raða saman að vild hverju sinni. Við höfum tínt til nokkur atriði sem gott er að átta sig á.
- Í stöðluðu hillukerfi, eins og við bjóðum upp á, er hægt að hækka og lækka hillurnar í stæðunni að vild hvenær sem er á auðveldan hátt. Það verður til þess að hillustæðan er mun betur nýtt og auðvelt að gera pláss fyrir stærri bækur og fá fleiri hillur fyrir minni bækur. Á bókasöfnum er hillumetrinn dýrmætur og því er þetta afar mikilvægt. Það er oft ekki þannig í sérsmíðuðum hillustæðum heldur eru hillurnar fastar með jöfnu bili.
- Í okkar stöðluðu hillustæður er hægt að fá mjög margar og fjölbreyttar viðbætur bæði til að koma öllum gerðum safnkosts fyrir og til að gera safnkostinn aðgengilegri fyrir gesti. Dæmi um slíkar viðbætur eru: hallandi botnhillur, flettigryfjur, skáhillur, bókastoðir í brautir á hillum, tímaritahillur, ljósabúnaður, rifflaðir endagaflar fyrir upphengi, gaflar með hillum og svo framvegis. Allar þessar viðbætur má kaupa síðar og bæta við eftir á, eftir hentugleika.
- Möguleiki er að stytta og lengja hillustæðurnar okkar eftir því sem þarfirnar á safninu breytast. Þetta er einfalt að gera og getur komið sér mjög vel á bókasöfnum þar sem sífellt er reynt að uppfæra og breyta skipulagi út frá breyttum þörfum og forsendum á hverjum tíma fyrir sig.
- Bókahillur og fleiri aukahluti hillustæðanna er hægt að samnýta milli hillustæða á safninu.
- Hjá okkur er hægt að fá varahluti sem auðvelt er að skipta út í mörg ár eftir kaup og alltaf hægt að leita til okkar með að finna úrlausnir á öllum hugmyndum og vangaveltum sem upp koma.
- Hillurnar okkar fara í gegnum mjög strangt gæðaeftirlit og hafa því alþjóðlega viðurkenndar gæðavottanir fyrir burðarþoli, umhverfisvottun og gæðum. Það er erfiðara að fá slíkar vottanir fyrir sérsmíðaðar hillustæður þar sem allt er sérsmíðað hverju sinni.
- Þegar hugsað er til lengri tíma er meiri og betri nýting með stöðluðum hillukerfum sem hægt er að nýta áfram í framtíðinni þótt breytingar verði gerðar á uppröðun og stærð hillustæðanna. Með því að velja slík hillukerfi erum við að huga að umhverfissjónarmiðum, velja gæði og endingu en jafnframt spara pening til lengri tíma.