Filmoplast P er viðgerðarefni fyrir pappír sem er sífellt að aukast í vinsældum. Einn helsti kostur viðgerðarefnisins er að það er örþunnt, gegnsætt með grisjuáferð og sést því viðgerðin nánast ekki. Einnig er mikilvægt að það er sýrufrítt og gulnar ekki. Það hentar sérstaklega fyrir mattan pappír og fellur þá mjög vel að blaðsíðunni. Efnið er sérstaklega þægilegt í notkun þar sem silikon bakhlið er tekin af og límt beint á blaðsíðuna. Filmoplast P inniheldur hvorki BPA né APEO.
Við mælum með að nota bókabein við ásetningu.
Eins og sjá má á myndunum hér að neðan sést viðgerðin nánast ekki.


Einhverjir hafa nefnt að erfitt er að ná límbandinu af bakinu en nokkrar leiðir eru hjálplegar til að auðvelda það. Ein sú áhrifaríkasta er að nota dúkahníf eða eitthvað annað beitt og skrapa rifu á endanum.
Eftir að bakið hefur verið losað frá í fyrsta skiptið er mikilvægt að hafa bakið alltaf lengra en límbandið eða bretta upp á endann á límbandinu svo auðvelt sé að ná því af bakinu framvegis. Einnig er gott að nota kassann til að aðskilja bakið með því að setja bakið í raufina ofan á kassanum.
