Nú er hægt að fá endagafla með örlítið hallandi hillum sem hámarkar nýtinguna og dýrmætt að fá meira uppstillingarpláss. Hægt að setja þá á allar tvöfaldar Lingo hillustæður, líka þær sem voru ekki upphaflega keyptar með slíkum endagöflum. Þá er endagaflinum sem fyrir er skipt út fyrir endagafl með hillum.


Endagafl með skáhillum er fáanlegur melanínhúðaður, málaður eða spónlagður og því margar útfærslur á litum og áferð. Spónlagðir og málaðir endagaflar eru FSC-vottaðir.
Endilega verið í sambandi fyrir nánari upplýsingar.

