Við höfum verið að heimsækja bókasöfn á Íslandi sem hafa keypt bókasafnsbúnað hjá okkur og tekið myndir sem við höfum nú sett upp í myndasafn sem er nú aðgengilegt á vefnum okkar. Þarna eru bæði skólasöfn og almenningssöfn. Við myndirnar höfum við jafnframt sett inn tengla sem vísa í sömu eða sambærilegar vörur sem fást hjá okkur. Þannig er hægt að nýta hugmyndir og innblástur til að skapa svipuð hughrif hvar sem er.
Við minnum á að það er hægt að fá okkur í heimsókn á föstudagsmorgnum milli kl. 9-12 eða taka rafrænan fund. Einnig eru allir velkomnir til okkar í spjall en minnum á að bóka tíma áður. Ef þú ert með hugmyndir eða vangaveltur sem þú vilt bera undir okkur má líka alltaf senda tölvupóst með lýsingum/myndum/teikningum.
Við stefnum á að stækka myndasafnið með fleiri heimsóknum á næstunni svo fylgist endilega með!