Varahjól og skilti fyrir bókavagna

Vissir þú að það er hægt að kaupa varahjól fyrir bókavagnana okkar? Við mælum alltaf með að kaupa sett af fjórum hjólum (tvö með bremsu og tvö án bremsu) en einnig er hægt að kaupa stök hjól á vagnana.

Að auki er hægt að kaupa skemmtilega og gagnlega viðbót fyrir bókavagna eins og skilti sem hægt er að festa á þá. Býður upp á að nýta bókavagna í ýmis konar verkefni.

Með því að kaupa bókavagna af okkur getur þú alltaf gengið að þjónustu og varahlutaþjónustu sem tryggir langan líftíma þeirra. Áttu mjög gamlan bókavagn sem keyptur var hjá okkur en hjólin orðin léleg? prófaðu að senda okkur línu með mynd og við sjáum hvað við getum gert. Einnig er sjálfsagt að senda okkur mynd ef þú ert ekki viss hvort bókavagninn sem þú átt hafi verið keyptur hjá okkur.

Verified by MonsterInsights